Grindvíkingar mættu Tindastólsmönnum í kvöld í Dominosdeild karla en liðin eru nýlega breytt en á ólíkan máta því Stólarnir hafa bætt við ENN einum útlendingnum á meðan Grindvíkingar ráku einn sinna þriggja heim en Bamba spilar ekki meira með gulum.  Gulir reyndu að fá annan í staðinn en það gekki ekki upp.  Þessi útlendingamál eru efni í annan pistil en undirritaður hefur sínar skoðanir á því, mér finnst þetta vera komið út í rugl!  Drekarnir tveir hjá Grindavík, Terrel Vinson og núna síðast, Tiegbe Bamba sátu hlið við hlið á leiknum en nokkra athygli hefur vakið eftir að Vinson las Grindvíkingum pistilinn um daginn, að þá hefur hann mætt á alla leiki, sama hvort um heima- eða útileiki sé að ræða en hann hafði ekki verið tíður gestur nema þegar hann bjó í Grindavík.

En nóg um það…  Liðin byrjuðu bæði af krafti og var ekki laust við að meiri leikgleði mætti merkja hjá heimamönnum….  Liðin skiptust á körfum og aldrei munaði meira en 3 stigum í fyrsta fjórðungi.  Hittnin var mjög góð hjá báðum liðum og skal ég bara ekki segja hvort það megi rekja til lélegs varnarleiks, einfaldlega hef ekki vit á því….  Staðan eftir 1. fjórðung 24-26 fyrir gestina sem byrjuðu 2. leikhluta betur og fljótlega var munurinn kominn í 8 stig, 28-36.  Vörn Stólanna virkaði öflugri á mig en eins og áður kom fram þá hef ég ekki mikið vit á varnarleik….  Sóknaði lagaðist svo hjá heimamönnum eftir því sem leið á leikhlutann og ætlaði allt um koll að keyra þegar Sigtryggur Arnar jafnaði með 3-stiga skoti og hans gamli félagi úr bakvarðasveit Stólanna, Pétur Rúnar braut á honum.  „And-1“ en Sigtryggur reyndar klikkaði á vítinu en Ólafur náði frákastinu en meiddist reyndar og fór út af en Hilmir kom inn á í staðinn og setti 1 víti niður.  Þarna var stemningin komin hjá heimamönnum en sá sem kveikti upp í henni var án ef Lewis Clinch jnr. sem óð í gegn og tróð yfir einn Stól!  Lewis hefur ekki verið svipur hjá sjón frá því sem Grindvíkingar þekkja hann og líklega fékk hann orð í eyra eftir síðasta leik á móti Val þar sem hann skilaði einungis 6 framlagsstigum…  1 stigi munaði í hálfleik gestunum í vil, 43-44.  Stigahæstir heimamanna voru Sigtryggur Arnar með 14, Lewis með 9, Ólafur með 8 og Jordy 7.  Hjá gestunum var Kóngurinn kominn með 15, Brynjar Þór 11 og Danero 9.

Áfram var allt í járnum í seinni hálfleik og munur varla teljandi.  Ingvi kom heimamönnum yfir með 2 þristum en hittnin var yfir höfuð ansi góð og Pétur Rúnar t.d. búinn að setja 3 þrista fljótlega í 3. leikhluta.  Merkilegt nokk þá munaði 1 stigi fyrir lokabardagann, 74-75.  S. Arnar og Kóngurinn sem voru stigahæstir í hálfleik, voru með nákvæmlega sama stigafjölda eins og í hálfleik, skoruðu sem sagt ekki stig í 3. leikhluta….  Lewis dró vagninn fyrir heimamenn og Pétur fyrir gestina.  Þvílíkur naglbítur í uppsiglingu!

Grindvíkingar byrjðu aðeins betur og sáu sitt mesta forskot frá því í byrjun leiksins eða HEIL 4 stig, 86-82 en þá tók Israel leikhlé og ekki af sökum að spyrja, 2 þristar komu í kjölfarið og Stólarnir aftur yfir, þessi íþrótt mar…..  Heimamenn voru samt áfram sleipari á svellinu og með meiri ís í æðum og lönduðu aldeilis ótrúlegum sigri en stuðullinn var ansi hár á þá hjá veðmálaveitum um allan heim eftir dapurt gengi undanfarið…..   Lokatölur 100-96.

Bakvarðasveit gulra sem á degi sem þessum er ein sú besta í deildinni, skilaði heldur betur sínu í kvöld en bæði Sigtryggur Arnar og Lewis voru með 25 í framlag.  Ekki þarf spekúlanta til að sjá að liðið er mun betra þegar það spilar svona….  Ólafur baráttuhundur var líka frábær og dreif sína menn áfram en hann ásamt Jordy og hinum unga Ingva Gumma Braga skiluðu 21 í framlagi.  Það má nefnilega ekki gleyma að Grindvíkingar bættu við frábærum leikmanni um daginn þegar Ingvi sneri heim frá Bandaríkjunum.  Það hefur tekið hann tíma að koma sér inn í hlutina en þarna fer einfaldlega fanta góður leikmaður!

Tindastóll sem var eitt ef ekki besta lið landsins fyrir jól, hefur heldur betur hökkt og er með 2 sigra og 4 töp á nýju ári auk þess sem Stjarnan niðurlægði þá í bikarnum á Króknum.  Það má þó ekki gleyma að algerir lykilmenn þeirra, Urald King og Pétur Rúnar voru meiddir og eru kannski ekki alveg búnir að jafna sig en þegar þeir verða orðnir heilir heilsu og nýjasta viðbótin, Michael Ojo verður komin betur inn í hlutina að þá verða þeir gífurlega sterkir.  Pétur Rúnar skilaði mestu framlagi í kvöld eða 21 punkti en allir aðrir í byrjunarliðinu auk Ojo voru með á bilinu 14 til 18 punkta.

Síðasta umferð fyrir 1. mánuða landsleikjahlé er á fimmtu- og föstudag en þá fara gulir yfir Reykjanesskagann og mæta grænum Njarðvíkurljónum en Stólarnarnir fá Stjörnumenn í heimsókn og geta hefnt ófaranna síðan í bikarnum um daginn.