Lykilleikmaður 18. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður KR, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir. Í risasigri nýliðanna á Snæfelli átti Þorbjörg flottan leik. Á tæpum 32 mínútum spiluðum skoraði hún 20 stig, tók 6 fráköst, gaf eina stoðsendingu og varði eitt skot.

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Skallagríms, Shequila Joseph, leikmaður Vals, Helena Sverrisdóttir og leikmaður Keflavíkur, Bryndís Guðmundsdóttir.