Lykilleikmaður 20. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Hauka, Þóra Kristín Jónsdóttir. Á tæpum 36 mínútum spiluðum í góðum sigri liðsins á Snæfell skilaði Þóra 13 stigum, 5 fráköstum og 9 stoðsendingum. Þá var skotnýting hennar í leiknum 80%.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Vals, Helena Sverrisdóttir, leikmaður KR, Kiana Johnson og leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins.