Lykill: Karl Oddur Andrason

Lykilleikmaður bikarúrslita 10. flokks drengja er í boði Lykils. Karl Oddur Andrason var valin lykilleikmaður úrslitaleiksins.

Karl Oddur kom af bekknum og stóð sig einstaklega vel og hjálpaði sínu liði að landa titlinum með því að setja 16 stig og taka 7 fráköst á tæpum 14 mínútum.

Stjarnan og Fjölnir áttust við í úrslitaleik bikarkeppni 10. flokks drengja og fóru leikar þannig að Stjarnan vann öruggan 62 – 53 sigur.