Lykilleikmaður úrslitaleiks Vals og Stjörnunnar í Geysisbikarnum 2019 var Helena Sverrisdóttir. Á rúmum 38 mínútum spiluðum skilaði Helena nánast óaðfinnanlegri frammistöðu. 31 stig, 13 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 stolnir boltar. Þá var skotnýting hennar til fyrirmyndar, 65% úr öllum skotum af vellinum og 67% úr þriggja stiga skotum.