Lykilleikmaður 21. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Hauka, Eva Margrét Kristjánsdóttir. Í góðum sigri Hauka á Skallagrím í Borgarnesi var Eva besti leikmaður vallarins.

Á rúmum 30 mínútum spiluðum skilaði hún 24 stigum, 11 fráköstum, 3 stoðsendingum og vörðu skoti. Þá var skotnýting hennar til fyrirmyndar, setti niður 8 af 9 tveggja stiga skota í leiknum, 89%, en í heildina var hún 10 af 14 af vellinum, 71%.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Vals, Helena Sverrisdóttir, leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins og leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez.