Lykilleikmaður úrslitaleiks Geysisbikars karla á milli Stjörnunnar og Njarðvík var Ægir Þór Steinarsson. Á rúmum 34 mínútum spiluðum í glæsilegum sigri Stjörnunnar var Ægir bestur í annars nokkuð jöfnu liði. Skilaði 8 stigum, 3 fráköstum og 8 stoðsendingum. Þá vann liðið þær mínútur sem hann var inni á vellinum með 18 stigum. Má að miklu leyti skrifa það á þá frábæru vörn sem Ægir spilaði í leiknum.