Bikarvikan mikla heldur áfram í dag þegar tveir leikir fara fram. Þar verður leikið til úrslita í 10. flokki.

Í 10. flokki stúlkna leika Grindavík og Njarðvík til úrslita en liðin hafa verið í miklum sérflokki í þessum flokki síðustu ár. Stjarnan og Fjölnir leika til úrslita í drengjaflokki en Fjölnir sigraði þennan flokk á eftirminnilegan hátt fyrir ári síðan.

Leikir dagsins verð í beinni útsendingu á Sport TV en við skorum á sem flesta að mæta í Höllina.

Leikir dagsins: 

Geysisbikarinn – 10. flokkur stúlkna

Njarðvík – Grindavík kl 18:00

Geysisbikarinn – 10. flokkur drengja

Stjarnan – Fjölnir kl 20:15