Þrír leikir fara fram í fyrstu deild karla í kvöld.

Fjölnir tekur á móti Selfossi í Dalhúsum, Hamar heimsækir Snæfell í Stykkishólm og Þór og Höttur leika á Akureyri.

Þá eru tveir æfingaleikir í Dominos deild karla. Báðir miklir grannaslagir þar sem að Keflavík tekur á móti Njarðvík og KR tekur á móti Val. Báðir eru leikirnir opnir fyrir áhorfendum, en frítt er á leikinn í DHL Höllinni, en í Keflavík kostar litlar 1000 krónur inn.

Leikir dagsins

 
1. deild karla:
 
Fjölnir Selfoss – kl. 18:00
 
Snæfell Hamar – kl. 19:15
 
Þór Höttur – kl. 19:15
 
 
Æfingaleikir Dominos deild karla:
 
KR Valur – kl. 18:15
 
Keflavík Njarðvík – kl. 18:30