Átjánda umferð Dominos deildar karla fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Nokkur spenna er að myndast á flestum vígvöllum deildarinnar og línur farnar að skýrast.

Suðurneskjaslagur fer fram í Njarðvík þar sem Grindavík er í heimsókn. Njarðvík vann fyrri leik liðanna og geta haldið í toppsætið með sigri.

Blikar hafa harma að hefna þegar þeir fara í Þorlákshöfn en Þór vann fyrri leik liðanna með flautukörfu Nick Tomsick. Skallagrímur sem enn rær lífróður í deildinni á erfiðan útileik gegn Keflavík.

Einnig mætast liðin sem spiluðu til undanúrslita í Dominos deildinni í fyrra, Haukar og KR en hafnfirðingar hafa verið sérlega illviðráðanlegir á heimavelli síðustu vikur.

Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins á Körfunni.

Leikir dagsins:

Dominos deild karla

Njarðvík – Grindavík kl 19:15

Þór Þ – Breiðablik kl 19:15

Keflavík – Skallagrímur kl 19:15

Haukar – KR kl 19:15