Sautjánda umferð Dominos deildar karla fer af stað í kvöld með þremur leikjum. Það styttist heldur betur í annan endan á deildarkeppninni og því mikið undir í flestum leikjum.

Í Grindavík fá heimamenn Tindastól í heimsókn en Grindavík er án Tiegbe Bamba sem þeir létu fara fyrir helgi. Í Breiðholtinu mæta tvö særð lið sem töpuðu nokkuð illa í síðustu umferð og vilja væntanlega komast aftur á sigurbraut.

Stjarnan hefur harma að hefna þegar liðið fær Val í heimsókn en Valsarar unnu fyrri leik liðanna. Stjarnan hefur nú unnið átta leiki í röð í deildinni.

Leikir dagsins:

Dominos deild karla:

Grindavík – Tindastóll – kl. 19:15

ÍR – Þór Þ  – kl. 19:15

Stjarnan – Valur – kl. 19:15