Heil umferð fer fram í Dominos deild kvenna í dag. Fjórir leikir þar sem búast má við spennu líkt og í flestum leikjum tímabilsins.

Topplið KR fær Skallagrím í heimsókn sem hefur gengið afleitlega á útivelli síðustu misseri. Blikar fá Keflavík í heimsókn þar sem barist er á toppi og botni.

Haukar eiga harma að hefna þegar Snæfell kemur í heimsókn en Hólmarar slóu hafnfirðinga út í 8. liða úrslitum bikarsins. Þá fer fram stórleikur í Origo höllinni þar sem Stjarnan mætir í heimsókn. Valur hefur unnið níu leiki í röð í deildinni og verið gríðarlega sterkar en Garðbæingar hafa verið að leika vel uppá síðkastið.

Þá fara þrír leikir fram í 1. deild kvenna þar sem barist er á báðum endum deildarinnar. Fjallað verður um leiki dagsins á Körfunni.

Leikir dagsins: 

Dominos deild kvenna:

KR – Skallagrímur

Valur – Stjarnan

Breiðablik – Keflavík

Haukar – Snæfell

1. deild kvenna: 

Þór Ak – ÍR

Njarðvík – Hamar

Tindastóll – Grindavík