Leikir dagsins: Fimm úrslitaleikir í Geysisbikarnum

Kári Jónsson tók á móti bikarnum fyrir hönd Hauka í apríl árið 2011

Geysisbikarinn 2019 klárast í dag með fimm úrslitaleikjum.

Stjarnan og Haukar mætast í 9. flokk drengja, Keflavík og KR í stúlknaflokk, Njarðvík og KR í unglingaflokk karla, Fjölnir og Stjarnan í drengjaflokk og í lok dags mætast svo Keflavík og Njarðvík í 9. flokk stúlkna.

Allir eru leikirnir í beinni útsendingu annaðhvort Sport Tv eða hjá RÚV og er lifandi tölfræði að finna á heimasíðu KKÍ.

Leikir dagsins

Geysisbikarinn:

9. flokkur drengja – Stjarnan Haukar – kl. 10:00 í beinni útsendingu Sport Tv

Stúlknaflokkur – Keflavík KR – kl. 12:20 í beinni útsendingu RÚV

Unglingaflokkur karla – KR Njarðvík – kl. 14:35 í beinni útsendingu RÚV

Drengjaflokkur – Fjölnir Stjarnan – kl. 16:50 í beinni útsendingu Sport Tv

9. flokkur stúlkna – Keflavík Njarðvík – kl. 19:00 í beinni útsendingu Sport Tv