NBA deildin rúllaði af stað aftur í nótt með sex leikjum. Deildin verið í fríi síðustu rúmu vikuna, en um síðustu helgi fór fram stjörnuleikurinn.

Í Staples höllinni í Los Angeles sigruðu heimamenn í Lakers lið Houston Rockets með 111 stigum gegn 106. Mikill endurkomu sigur fyrir Lakers, þar sem að þeir voru 19 stigum undir á tímabili í þriðja leikhlutanum.

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var LeBron James. Á 40 mínútum spiluðum skilaði hann 29 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Fyrir gestina frá Houston var það Chris Paul sem dróg vagninn með 23 stigum, 10 fráköstum og 9 stoðsendingum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Phoenix Suns 98 – 111 Cleveland Cavaliers

Miami Heat 102 – 106 Philadelphia 76ers

Portland Trail Blazers 113 – 99 Brooklyn Nets

Boston Celtics 97 – 98 Miwaukee Bucks

Sacramento Kings 123 – 125 Golden State Warriors

Houston Rockets 106 – 111 Los Angeles Lakers