Það styttist óðum í eina af stærstu körfuboltahelgum á Íslandi þegar úrslit Geysisbikarsins fara fram í næstu viku.

Í tilfefni þess leitar KKÍ af sjálfboðaliðum að halda við framkvæmd Geysisbikarsins 13.- 17. febrúar. Framkvæmd helgarinnar er risastór og því mikilvægt að velunnarar og körfuboltaáhugamenn leggist á eitt að gera viðburðinn eins glæsilegan og hægt er.

Auk undanúrslita og úrslita í Geysisbikar karla og kvenna fara fram úrslitaleikir í bikarkeppni yngri flokka. Þar má sjá framtíð körfuboltans leika í Laugardalshöllinni.

Ef þú hefur áhuga á að aðstoða við framkvæmdina auk þess að fylgjast með frábærum körfubolta, hafði þá samband við skrifstofu KKÍ á Facebook eða á tölvupósti, kki@kki.is.