KR jafnaði Keflavík að stigum á toppi Dominos deildar kvenna í kvöld er liðið vann útisigur á botnliði Breiðabliks. KR er því í efsta sæti þar sem liðið hefur yfirhöndina í innbyrgðisviðureigninni gegn Keflavík.

Frábær fyrsti leikhluti KR þar sem liðið setti 36 stig gegn 20 hjá Blikum gerði í raun útslagið í leiknum. Heimakonur náðu aldrei að þjarma að KR og lokastaðan 81-102.

Saga kvöldsins er hreint út sagt mögnuð frammistaða Kiönu Johnson leikmanns KR. Tölfræðin sem hún skilaði er ævintýraleg en auk þess að setja 50 stig þá var hún með 16 fráköst, 10 stoðsendingar og fimm stolna bolta. Þá var hún með 67% skotnýtingu í 30 skotum. Þetta skilar henni 68 framlagsstigum í leiknum, ótrúleg frammistaða.

Þar með varð hún lang framlagshæsti leikmaður tímabilsins í einum leik en Shequila Joseph og Brittanny Dinkins voru efstar fyrir kvöldið með 59 framlagsstig.

Breiðablik-KR 81-102 (20-36, 18-23, 20-22, 23-21)

Breiðablik: Sanja Orazovic 23/9 fráköst, Ivory Crawford 21/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 13, Maria Florencia Palacios 10, Björk Gunnarsdótir 8, Sóllilja Bjarnadóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Birgit Ósk Snorradóttir 0, Melkorka Sól Péturdóttir 0, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 0, Hafrún Erna Haraldsdóttir 0.

KR: Kiana Johnson 50/16 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Unnur Tara Jónsdóttir 19, Ástrós Lena Ægisdóttir 11, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 7/11 fráköst, Vilma Kesanen 6, Perla  Jóhannsdóttir 5/5 fráköst, Orla O’Reilly 4/6 fráköst/10 stoðsendingar, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Þóra Birna Ingvarsdóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0.