Jón Arnór Stefánsson leikmaður íslenska landsliðsins mun leika sinn síðasta og hundraðasta landsleik á ferlinum á fimmtudag þegar liðið mætir Portúgal í forkeppni EM 2021.
Karfan ræddi við Jón Arnór um uppganginn hjá landsliðinu síðustu ár og muninn á að leika með því núna og fyrir 19 árum er Jón Arnór lék sinn fyrsta landsleik. Einnig ræddi hann hápunkta með landsliðinu og tilfinninguna að hætta með landsliðinu.
Jón ræðir það að hann hafi áhuga á því að vera áfram í kringum landsliðið, miðla reynslu sinni í liðið þrátt fyrir að hann hætti að leika með liðinu.
Miðasala á leikinn gegn Portúgal þar sem Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson kveðja landsliðið er hér.
Viðtal við Jón Arnór má finna hér að neðan: