Ísland sigraði Portúgal með 24 stigum, 91-67, í undankeppni EuroBasket 2021. Leikurinn annar tveggja sem liðið spilar í þessum glugga, en sá seinni er gegn Belgíu ytra komandi sunnudag.

Eftir leikinn er Ísland í öðru sæti riðilsins, einum sigurleik fyrir aftan Belgíu í toppsætinu. Þar sem að um for-forkeppni er að ræða, þá hefur sigurinn í kvöld ekki beint áhrif á hvort að Ísland kemst á lokamótið. Keppnin heldur áfram í sumar, þar sem Ísland verður í nýjum riðli og verða leikirnir þar heldur mikilvægari.

Karfan spjallaði við Hauk Helga Pálsson eftir leik í Laugardalshöllinni, en hann var atkvæðmestur fyrir Ísland í leiknum. Á tæpum 24 mínútum spiluðum skilaði hann 15 stigum, 7 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.