Fyrirlestur um kvíða og þunglyndi í íþróttum

Bára Fanney Hálfdánardóttir sálfræðingur og Kristín Fjóla Reynisdóttir læknanemi munu halda fyrirlestur fyrir körfuboltaáhugamenn næsta fimmtudag frá kl. 18:00 – 19:00 um kvíða og þunglyndi í íþróttum á 3. hæð Íþróttamiðstöðvar ÍSÍ í Laugardal, Engjavegi 6.

Um mikilvægt málefni er að ræða sem kemur okkur öllum við sem erum hluti af körfuboltasamfélaginu á Íslandi. Frítt er á fyrirlesturinn og léttar veitingar verða í boði.

Hérna er viðburðurinn á Facebook