Sunlive körfuboltabúðirnar fara farm í Portúgal þann 28. júlí til 2. ágúst næstkomandi.
Körfuboltabúðirnar sameina leikmenn og þjálfara alls staðar af úr evrópu í frábærri staðsetningu þar sem boðið er uppá einstaka reynslu. Lögð er áhersla á að aðstoðaleikmenn innan sem utan vallar með krefjandi en skemmtilegum æfingum.
Lögð er áhersla á að bæta einstakaleikmenn en faglegir þjálfarar frá allri evrópu koma saman í einstakri aðstöðu í Portúgal. Þetta er frábær vika full af færni æfingum auk 5 á 5 móts þar sem flottir þjálfarar stýra liðunum.
Chris Caird verður meðal þjálfara í búðunum en hann hefur þjálfað lið Selfoss í vetur. Þar á undan hefur hann leikið með FSu, Tindastól og breska landsliðinu.
Samkvæmt Caird var virkilega vel látið af búðunum í fyrra og vonast hann til að sjá unga og efnilega íslenska leikmenn meðal þátttakanda í ár.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu búðanna.
Þá er frábært myndband hér að neðan sem sýnir það helsta frá búðunum í fyrra.