Undanúrslit Geysisbikars karla fara fram í dag með tveimur leikjum. Karfan hitar upp fyrir leikina með upphitun og viðtölum við leikmenn og þjálfara allra liða.

Næst er komið að Stjörnunni sem mætir ÍR í undanúrslitum kl 17:30 í dag.

Stjarnan

Árangur Stjörnunnar í bikarkeppninni er einstakur. Í þau þrjú skipti sem liðið hefur komist í undanúrslit, hefur liðið unnið titilin, 2009, 2013 og nú síðast 2015.

Stjarnan verið á ógurlegri siglingu í deildinni í vetur. Eftir vafasama byrjun á tímabilinu, hafa þeir nú sigrað 10 leiki í röð og eru sem stendur í 2. sætinu, tveimur stigum fyrir aftan Njarðvík sem eru í toppsætinu.

Leið þeirra í höllina verið með eindæmum örugg. Leggja tvö Dominos deildarlið í 32 og 8 liða úrslitum í Tindastól og Breiðablik, en 1. deildarlið Hamars í 16 liða úrslitunum.

Undanúrslitaviðureign: Gegn ÍR fimmtudaginn 14. febrúar kl. 17:30

Síðasti leikur þessara liða í deild: ÍR 86-103 Stjarnan – 6. janúar 2019

Viðureign í 8 liða úrslitum: 81-68 sigur á Tindastól

Viðureign í 16 liða úrslitum: 104-89 sigur á Hamri

Viðureign í 32 liða úrslitum: 105-78 sigur á Breiðablik

Fjöldi bikarmeistaratitla: 3

Síðasti bikarmeistaratitill: 2015

 

Fylgist með: Ægi Þór Steinarssyni

Leikstjórnandinn knái hefur leikið á als oddi það sem af er vetri. Bæði í deildinni, sem og í bikarkeppninni. Átti virkilega góðan dag þegar að liðið sló Tindastól út í síðustu umferð. 21 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Stjarnan er með djúpt lið og þarf ekki á slíkri frammistöðu að halda frá Ægi til þess að sigra leik kvöldsins. Líklegt verður þó að þykja að leikmaður af hans kaliberi verði áberandi á stóru sviði og björtum ljósum hallarinnar.

 

Aukasendingin: Hitað upp fyrir bikarvikuna í aukaþætti