Dreymir þig um að fara til USA á körfuboltastyrk?

Sports & Education USA ásamt Helenu Sverrisdóttir heldur kynningarfund um “College Basketball” komandi fimmtudag kl. 18:00 í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Tilvalið er fyrir áhugasama að leggja leið sína á fundinn, sem er haldinn í næsta húsi við og fyrir leik Íslands og Portúgals það kvöldið.

Allir eru velkomnir og engin skráning er nauðsynleg fyrir fundinn, en viðburðinn er hægt að skoða á Facebook hér.

Hérna er Sports & Education á Facebook