Bikarvikunni lauk í gær með leik Njarðvíkur og Keflavíkur í 9. flokki stúlkna. Eftir leikinn fór níundi bikar helgarinnar á loft.

Ljóst er hvaða lið fögnuðu bikartitli en með sanni má segja að Garðbæingar hafi verið vel frá helginni. Stjarnan vann fjóra titla af þeim níu sem í boði voru. Þar af unnu Garðbæingar fjóra af fimm flokkum karla. Alla nema unglingaflokk drengja þar sem Njarðvík hafði betur gegn KR.

Stjarnan sigraði 9.,10. og drengjaflokk auk þess sem liðið varð Geysisbikarmeistari í meistaraflokki karla. Lið Garðbæinga tapaði einum úrslitaleik en það var gegn Val í meistaraflokki kvenna. Magnaður árangur Stjörnunnar sem hefur verið í mikilli uppbyggingarvinnu síðustu ár sem skilaði heldur betur um helgina:

Alla sigurvegara helgarinnar má finna hér að neðan:

Meistaraflokkur kvenna: Valur

Meistaraflokkur karla: Stjarnan

Unglingaflokkur drengja: Njarðvík

Stúlknaflokkur: Keflavík

Drengjaflokkur: Stjarnan

10. flokkur stúlkna: Grindavík

10. flokkur drengja: Stjarnan

9. flokkur stúlkna: Keflavík

9. flokkur drengja: Stjarnan