Þessa stundina fer fram leikur Íslands og Portúgals í forkeppni Eurobasket 2021 í Laugardalshöllinni. Þar leika þeir Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson sinn síðasta landsleik en þeir eiga að baki 225 landsleiki samanlagt.

RÚV sýnir frá leiknum í beinni útsendingu en í þetta skipti er kryddað uppá nýjung en RÚV er með beint streymi á Facebook síðu sinni þar sem Hlyni og Jón Arnóri er fylgt eftir í þessum síðasta leik.

Streymið má finna hér inná heimasíðu Rúv.