Stjarnan bar sigurorð af Breiðablik í kvöld í undanúrslitum Geysisbikarsins 2019 með 103 stigum gegn 82. Breiðablik er því úr leik. Stjarnan bíður úrslita leiks Vals og Snæfells um það hvoru liðinu þær mæta komandi laugardag í úrslitaleik keppninnar.

Karfan spjallaði við þjálfara Breiðabliks, Antonio D´Albero, eftir leik í Laugardalshöllinni.