Í tilefni NBA stjörnuleiksins sem fram fer á sunnudaginn er mikið líf í New Orleans þar sem keppnirnar fara fram um helgina.

Fyrr í dag fór fram fundur tækninefndar. Þar kynnti Adam Silver forseti NBA deildarinnar keppnistreyju framtíðarinnar. Þar verður hægt að skipta um nafn og númer á baki treyjunnar með nokkrum smellum.

Myndband af sýningunni má sjá hér að neðan þar sem Silver breytir treyju Kemba Walker í treyju besta leikmanns sögunnar.