Framundan eru tveir landsleikir hjá landsliði karla í forkeppni EM 2021 en eir fara fram þann 21. febrúar hér heima gegn Portúgal og 24. febrúar úti gegn Belgíu.

Craig Pedersen landsliðsþjálfari tilkynnti fyrr í dag hvaða 17 leikmenn það væru sem kæmu til greina í lið Íslands fyrir leikina.

Æfingahópur landsliðsins fyrir leikina tvo: 
Collin Pryor · Stjarnan
Dagur Kár Jónsson · Raiffeisen Flyers Wels, Austurríki
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík
Gunnar Ólafsson · Keflavík
Haukur Helgi Briem Pálsson · Nanterre 92, Frakklandi
Haukur Óskarsson · Haukar
Hjálmar Stefánsson · Haukar
Hlynur Bæringsson · Stjarnan
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík
Jón Arnór Stefánsson · KR
Kristinn Pálsson · Njarðvík
Kristófer Acox · KR
Maciej Baginski · Njarðvík
Martin Hermannsson · Alba Berlín, Þýskalandi
S. Arnar Björnsson · Grindavík
Tryggvi Snær Hlinason · Monbus Obradoiro, Spánn
Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan