Stjarnan hefur samið við nýjan erlendan leikmann til að leika með liðinu í Dominos deild kvenna. Þetta var tilkynnt fyrr í dag.

Búlgarinn Veronika Dzhikova er gengin til liðs við Stjörnuna og tekur við af Florenciu Palacios sem lék með liðinu fyrir áramót. Veronika er 28 ára gömul og leikur sem skotbakvörður.

Í tilkynningu Stjörnunnar segir: Hún lék á Ítalíu í fyrra en hefur spilað í efstu deild í heimalandinu í vetur þar sem hún hefur skilað 17,2 stigum, 6,8 fráköstum og 6,2 stoðsendingum í leik auk þess að vera með 52,2% þriggja stiga nýtingu.