Þrír leikir fóru fram í sextándu umferð Dominos deildar kvenna í kvöld.

Í Borgarnesi lögðu heimastúlkur í Skallagrím lið Breiðabliks, Valur vann Íslandsmeistara Hauka í Hafnarfirði og í Vesturbænum vann Stjarnan topplið KR í æsispennandi framlengdum leik.

Staðan í deildinni ekki mikið breytt eftir þetta kvöld. Keflavík og KR deila toppsætinu með 24 stig, Snæfell er í þriðja sætinu með 22, Valur er svo í því fjórða með 18 og Stjarnan tveimur stigum fyrir aftan í því fimmta með 16.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins

Dominos deild kvenna:

Haukar 60 – 83 Valur

Skallagrímur 84 – 74 Breiðablik

KR 83 – 91 Stjarnan