Átta liða úrslit Geysisbikarsins fóru af stað fyrr í dag með tveimur leikjum en nú rétt í þessu lauk leik Snæfells og Hauka í Geysisbikar kvenna.

Snæfell náði í góða forystu strax í öðrum leikhluta og var liðið greinilega staðráðið í að komast í höllina á ný. Haukar börðust hetjulega og komust aftur inní leikinn í seinni hálfleik en Snæfell leiddi samt áfram.

Við tóku æsilegar lokamínútur þar sem leikurinn hefði getað dottið báðu megin. Að lokum fór svo að Snæfell sigraði 72-68 og er liðið komið í undanúrslit.

Nánar verður fjallað um leikinn síðar í dag.

Úrslit dagsins:

Geysisbikar kvenna

Snæfell 72-68 Haukar