Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Scotiabank höllinni í Toronto sigruðu heimamenn í Raptors lið Phoenix Suns með 111 stigum gegn 109. Leikurinn nokkuð spennandi í restina eins og tölurnar gefa til kynna, en úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunni með sniðskoti kamerúnans Pascal Siakam.

Atkvæðamestur í Kawhi Leonard lausu liði Raptors var leikstjórnandinn Kyle Lowry með 16 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Fyrir Suns var það Devin Booker sem dróg vagninn með 30 stigum og 8 stoðsendingum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

New York Knicks 100 – 101 Washington Wizards

Sacramento Kings 95 – 114 Charlotte Hornets

Philadelphia 76ers 120 – 96 Indiana Pacers

Phoenix Suns 109 – 111 Toronto Raptors

Chicago Bulls 105 – 135 Denver Nuggets

Los Angeles Lakers 138 – 128 Oklahoma City Thunder