Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í American Airlines höllinni í Miami töpuðu heimamenn í Heat fyrir toppliði Denver Nuggets, 99-103. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn afar spennandi í lokin og réðust úrslit hans ekki fyrr en með körfu hins serbneska Nikola Jokic þegar 2.4 sekúndur voru eftir af leiktímanum.

Í heildina skilaði Jokic laglegri þrennu í leiknum, 29 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Í jöfnu liði Miami Heat var Dion Waiters atkvæðamestur með 15 stig og 4 stoðsendingar.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Indiana Pacers 123 – 115 Cleveland Cavaliers

Washington Wizards 115 – 132 Philadelphia 76ers

Denver Nuggets 103 – 99 Miami Heat

Atlanta Hawks 101 – 104 Toronto Raptors

Minnesota Timberwolves 119 – 117 Oklahoma City Thunder

Sacramento Kings 111 – 115 Phoenix Suns

New York Knicks 95 – 122 Golden State Warriors

Charlotte Hornets 109 – 128 LA Clippers