Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Oracle höllinni í Oakland töpuðu meistarar Golden State Warriors fyrir liði Houston Rockets, 134-135. Leikurinn nokkuð kaflaskiptur, þar sem að lið meistaranna fór betur af stað. Gestirnir frá Houston náðu þó hægt og bítandi að vinna niður muninn.

Leikurinn endaði á glæsilegri sigurkörfu James Harden, en í heildina skilaði hann laglegri þrennu, 44 stigum, 10 fráköstum og 15 stoðsendingum. Fyrir heimamenn var það Stephen Curry sem dróg vagninn með 35 stigum og 6 stoðsendingum.

Það helsta úr leiknum:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Toronto Raptors 107 – 125 San Antonio Spurs

Denver Nuggets 117 – 113 Sacramento Kings

Houston Rockets 135 – 134 Golden State Warriors