Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Target höllinni í Minneapolis sigruðu heimamenn í Minnesota Timberwolves lið Phoenix Suns, 116-114. Leikurinn var spennandi frá byrjun til enda, þar sem að gestirnir leiddu þó með nokkrum stigum allt fram á lokamínúturnar. Undir lokin var það karfa leikstjórnandans og fyrrum verðmætasta leikmanns deildarinnar, Derrick Rose, sem að skildi liðin að, en hana má sjá hér fyrir neðan.

Annars lék Rose á alls oddi í leiknum, skilaði 31 stigi, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum af bekknum hjá Timberwolves. Fyrir Suns var það Kelly Oubre Jr. sem dróg vagninn með 18 stigum og 8 fráköstum, en hann kom einnig af bekk sinna manna.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Charlotte Hornets 95 – 120 Indiana Pacers

Phoenix Suns 114 – 116 Minnesota Timberwolves

LA Clippers 103 – 95 San Antonio Spurs