Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í At&T höllinni í San Antonio lögðu heimamenn í Spurs lið Pheonix Suns, 126-124. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn einkar jafn og spennandi í fjórða leikhlutanum. Að lokum var það svo aðeins flautukarfa framherjans Rudy Gay sem skildi liðin að, en hana má sjá hér fyrir neðan.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var LaMarcus Aldridge með 29 stig, 14 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir gestina dróg ungstirnið Devin Booker vagninn með 38 stigum, 5 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Washington Wizards 113 – 116 Cleveland Cavaliers

Milwaukee Bucks 115 – 105 Detroit Pistons

Oklahoma City Thunder 126 – 117 Orlando Magic

Chicago Bulls 117 – 122 Brooklyn Nets

New Orleans Pelicans 121 – 116 Houston Rockets

Phoenix Suns 124 – 126 San Antonio Spurs

Philadelphia 76ers 121 – 105 Los Angeles Lakers