Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Little Caesar höllinni í Detroit töpuðu heimamenn í Pistons fyrir liði Sacramento Kings með 101 stigi gegn 103. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn í járnum í lokin, en að lokum tryggði bakvörðurinn Buddy Hield Kings sigurinn með þriggja stiga flautukörfu.

Hield atkvæðamestur gestanna í leiknum með 35 stig, 9 fráköst og 3 stoðsendingar. Fyrir heimamenn í Pistons var Blake Griffin allt í öllu, skilaði 38 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Oklahoma City Thunder 117 – 115 Philadelphia 76ers

Phoenix Suns 115 – 135 Charlotte Hornets

Sacramento Kings 103 – 101 Detroit Pistons

Dallas Mavericks 99- 111 Indiana Pacers

Milwaukee Bucks 118 – 108 Orlando Magic

Boston Celtics 113 – 105 Atlanta Hawks

Memphis Grizzlies 90 – 119 Toronto Raptors

Miami Heat 117 – 103 Chicago Bulls

Los Angeles Lakers 134 – 138 Houston Rockets

Cleveland Cavaliers 102 – 124 Denver Nuggets