Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Capital One höllinni í Washington sigruðu heimamenn í Warriors topplið Milwaukee Bucks með 113 stigum gegn 106. Bucks með annan besta árangur deildarinnar það sem af er vetri, sigrað 70,7% leikja sinna, en aðeins Toronto Raptors eru með betra vinningshlutfall, 72,7%. Wizards aftur á móti verið afleitir miðað við það lið sem þeir fóru með inn í tímabilið, með 41,9% sigurhlutfall.

Bæði lið án sinna bestu leikmanna í leiknum í nótt vegna meiðsla. Leikstjórnandi Wizards, John Wall, er á leiðinni í aðgerð á hásin og verður því ekki meira með á þessu tímabili, á meðan að Giannis Antetokounmpo hjá Bucks var frá vegna smávægilegra meiðsla á mjöðm.

Atkvæðamestur fyrir Wizards í leiknum var tékkinn Tomas Satorannsky með laglega þrennu, 18 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Fyrir Bucks var það Khris Middleton sem dróg vagninn með 25 stigum, 8 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Atlanta Hawks 123 – 121 Philadelphia 76ers

Milwaukee Bucks 106 – 113 Washington Wizards

Indiana Pacers 121 – 106 New York Knicks

Brooklyn Nets 105 – 122 Toronto Raptors

Cleveland Cavaliers 113 – 141 Houston Rockets

Dallas Mavericks 119 – 115 Minnesota Timberwolves

Los Angeles Lakers 95 – 113 Utah Jazz

Charlotte Hornets 96 – 127 Portland Trail Blazers

Chicago Bulls 109 – 146 Golden State Warriors