Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Amway höllinni í Orlando lögðu heimamenn í Magic lánlaust lið Boston Celtics með 105 stigum gegn 103. Celtics sem stendur með 9. besta árangur NBA deildarinnar í heild, en í fimmta sæti austursins með 59.5% sigurhlutfall. Magic aftur á móti nokkuð neðar í töflunni, með 23. besta árangur deildarinnar, í tíunda sæti austursins með 42.9% sigurhlutfall.

Fyrir heimamenn í Magic lék framherjinn Aaron Gordon á alls oddi, skoraði 28 stig og tók 12 fráköst á 37 mínútum spiluðum í leiknum. Fyrir gestina var það Kyrie Irving sem dróg vagninn með 25 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Detroit Pistons 109 – 104 LA Clippers

Memphis Grizzlies 108 – 112 Miami Heat

Boston Celtics 103 – 105 Orlando Magic

New Orleans Pelicans 106 – 110 Minnesota Timberwolves

San Antonio Spurs 112 – 122 Oklahoma City Thunder

Denver Nuggets 93 – 102 Phoenix Suns

Charlotte Hornets 97 – 104 Sacramento Kings

Chicago Bulls 102 – 110 Utah Jazz