Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í United höllinni í Chicago töpuðu heimamenn í Bulls fyrir Indiana Pacers, 116-119. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi síðustu mínúturnar, en úrslit hans réðust ekki fyrr en 0.3 sekúndur voru eftir með sigurkörfu Victor Oladipo.

Oladipo var atkvæðamestur í liði Pacers með 36 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir heimamenn í Bulls var það Zach LaVine sem dróg vagninn með 31 stigi, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Utah Jazz 117 – 91 Cleveland Cavaliers

Dallas Mavericks 93 – 114 Boston Celtics

Washington Wizards 109 – 115 Miami Heat

Indiana Pacers 119 – 116 Chicago Bulls

Brooklyn Nets 109 – 100 Memphis Grizzlies

Orlando Magic 103 – 120 Minnesota Timberwolves

Atlanta Hawks 112 – 144 Milwaukee Bucks

LA Clippers 121 – 111 Phoenix Suns

New York Knicks 119 – 112 Los Angeles Lakers

Oklahoma City Thunder 111 – 109 Portland Trail Blazers