Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Staples höllinni í Los Angeles lögðu heimamenn í Lakers lið Detroit Pistons með 113 stigum gegn 100. Lið Lakers enn án LeBron James, sem hefur verið frá vegna meiðsla síðustu vikur, en er væntanlegur aftur í liðið á allra næstu dögum.

Atkvæðamestur fyrir Lakers í leiknum var framherjinn Kyle Kuzma, en hann skoraði 41 stig og tók 2 fráköst á aðeins um 29 mínútum spiluðum í leiknum. Fyrir Pistons var það Blake Griffin sem dróg vagninn með 16 stigum og 6 stoðsendingum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Indiana Pacers 108 – 135 Boston Celtics

Philadelphia 76ers 106 – 123 Washington Wizards

Atlanta Hawks 100 – 116 Brooklyn Nets

Milwaukee Bucks 116 – 109 Houston Rockets

San Antonio Spurs 86 – 96 Memphis Grizzlies

Cleveland Cavaliers 124 – 140 New Orleans Pelicans

Phoenix Suns 94 – 104 Dallas Mavericks

Orlando Magic 93 – 106 Utah Jazz

Chicago Bulls 112 – 124 Portland Trail Blazers

Detroit Pistons 100 – 113 Los Angeles Lakers