Fimmtánda umferð Dominos deildar kvenna fór fram í kvöld.

Í Hafnarfirði sigraði topplið KR Íslandsmeistara Hauka, Valur kjöldróg Skallagrím á Hlíðarenda, Snæfell lagði Breiðablik í Smáranum og í Keflavík sigruðu heimakonur lið Stjörnunnar.

Staðan við topp deildarinnar því lítið breyst. KR er enn eitt liða í toppsætinu, en 2.-3. sætinu deila Keflavík og Snæfell, Valur er svo í 4. sætinu.

Staðan í deildinni

Úrslit dagsins

Dominos deild kvenna:

Haukar 70 – 80 KR

Valur 84 – 43 Skallagrímur

Breiðablik 72 – 82 Snæfell

Keflavík 68 – 59 Stjarnan