Þrír leikir fóru fram í Dominos deild kvenna í dag.

Í Origo Höllinni sigraði Valur lið Snæfells, Stjarnan lagði Breiðablik í Smáranum og í DHL Höllinni bar KR sigurorð af Keflavík.

Eftir leikina er KR eitt liða á toppi deildarinnar, en Snæfell og Keflavík eru í 2.-3 sætinu, einum sigurleik fyrir aftan. Valur og Stjarnan eru svo í 4.-5. sætinu, bæði þremur sigurleikjum frá toppinum.

Staðan í deildinni

Úrslit dagsins:

Valur 78 – 70 Snæfell

Breiðablik 80 – 101 Stjarnan

KR 93 – 71 Keflavík