Sautjánda umferð Dominos deildar kvenna fór fram í kvöld.

Í Smáranum sigruðu Haukar granna sína úr Breiðablik, Valur lagði KR í Origo höllinni, Stjarnan vann Snæfell heima í Garðabæ og í Blue höllinni báru heimastúlkur í Keflavík sigurorð af Skallagrím.

Eftir leikinn er Keflavík eitt liða á toppi deildarinnar með 26 stig. Í öðru sætinu er KR með 24. Þá eru Valur og Snæfell jöfn í þriðja til fjórða sætinu með 20 stig hvort.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins

Dominos deild kvenna:

Breiðablik 70 – 90 Haukar

Keflavík 61 – 54 Skallagrímur – framlengt

Stjarnan 88 – 87 Snæfell – framlengt

Valur 82 – 70 KR