Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í FedEx höllinni í Memphis töpuðu heimamenn í Grizzlies fyrir liði Denver Nuggets, 92-95. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð jafn og spennandi á lokamínútunum, en topplið Nuggets átti afleitan dag framan af leik og var þegar mest lét, heilum 25 stigum undir.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var miðherjinn Marc Gasol, skoraði 28 stig,tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.  Fyrir Nuggets var það Nikola Jokic sem dróg vagninn með 24 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og 4 stolnum boltum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

New York Knicks 92 – 101 Charlotte Hornets

Golden State Warriors 132 – 100 Indiana Pacers

Brooklyn Nets 104 – 112 Boston Celtics

Denver Nuggets 95 – 92 Memphis Grizzlies

Atlanta Hawks 123 – 118 LA Clippers