Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Pepsi höllinni í Denver lögðu heimamenn í Nuggets lið Philadelphia 76ers með 126 stigum gegn 110. Bæði lið að berjast við topp sinnar deildar. Philadelphia í fjórða sæti, 4.5 sigurleikjum frá Milwaukee Bucks í efsta sæti austurstrandarinnar. Denver í öðru sæti, 1.5 sigurleik frá Golden State Warriors í efsta sæti vesturstrandarinnar.

Hinn serbneski Nikola Jokic potturinn og pannan í sigri Nuggets í nótt. Skilaði laglegri þrennu á þeim rúmu 33 mínútum sem hann spilaði, 32 stigum, 18 fráköstum og 10 stoðsendingum. Fyrir 76ers var það ástralinn Ben Simmons sem dróg vagninn með 19 stigum, 12 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Indiana Pacers 103 – 106 Memphis Grizzlies

Golden State Warriors 115 – 111 Boston Celtics

Philadelphia 76ers 110 – 126 Denver Nuggets

Atlanta Hawks 111 – 120 Portland Trail Blazers