Rétt í þessu lauk þremur leikjum í átta liða úrslitum Geysisbikars karla og því alveg að skýrast hvaða lið það verða sem fara í Höllina í ár.

ÍR vann góðan sigur á Skallagrím í hnífjöfnum leik sem var æsispennandi í lokin. Eftir spennandi lokakafla seig ÍR framúr Borgnesingum.

Þá komust Njarðvík og KR áfram með nokkuð öruggum sigrum gegn Vestra og Grindavík. Á morgun fer fram leikur Tindastóls og Stjörnunnar og mun þá koma í ljós hvað lið verða í pottinum á miðvikudag.

Úrslit kvöldsins:

Geysisbikar karla – Átta liða úrslit

ÍR 86–79 Skallagrímur

Njarðvík 87–66 Vestri