Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Toyota höllinni í Houston lögðu heimamenn í Rockets lið Memphis Grizzlies með 112 stigum gegn 94. Eftir fremur hæga byrjun á tímabilinu eru Rockets nú komnir á flug og í fjórða sæti Vesturstrandarinnar. Mikið til er það að þakka frammistöðum verðmætasta leikmanns deildarinnar á síðasta tímabili, James Harden.

Líkt og síðustu vikur var það einmitt Harden sem var atkvæðamestur Houston manna, skoraði 57 stig, tók 9 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Fyrir Grizzlies fór leikstjórnandinn Mike Conley fremstur í flokki, skoraði 14 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Boston Celtics 102 – 109 Brooklyn Nets

Memphis Grizzlies 94 – 112 Houston Rockets

Charlotte Hornets 108 – 93 San Antonio Spurs

Detroit Pistons 94 – 100 Utah Jazz

Portland Trail Blazers 107 – 115 Sacramento Kings

New Orleans Pelicans 121 – 117 LA Clippers