Fjórtándu umferð Dominos deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. ÍR gjörsigraði Breiðablik í Smáranum, 99-68 og Keflavík lagði granna sína úr Grindavík heima í Blue Höllinni, 88-77.

Eftir leikinn er Keflavík í 4.-5. sæti deildarinnar ásamt KR, á meðan að Grindavík er í 6.-7. sæti ásamt ÍR. Breiðablik er sem fyrr í 12. sæti deildarinnar.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins

Dominos deild karla:

Breiðablik 68 – 99 ÍR

Keflavík 88 – 77 Grindavík