Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í American Airlines höllinni í Dallas lögðu heimamenn lið Detroit Pistons, 106-101. Liðin á nokkuð svipuðu róli það sem af er vetri. Pistons í 10. sæti austurstrandarinnar með 43.8% og Mavericks í 12. sæti vesturstrandarinnar 45.8% sigurhlutfall.

Atkvæðamestur heimamanna í leik næturinnar var nýliðinn Luka Doncic með 32 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Fyrir Pistons dróg Blake Griffin Vagninn með 35 stigum, 7 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Washington Wizards 95 – 91 Orlando Magic

New York Knicks 99 – 109 Brooklyn Nets

Miami Heat 100 – 94 Cleveland Cavaliers

LA Clippers 106 – 101 Chicago Bulls

Toronto Raptors 119 – 121 Houston Rockets

Sacramento Kings 99 – 96 Memphis Grizzlies

Detroit Pistons 101 – 106 Dallas Mavericks

Charlotte Hornets 99 – 108 Milwaukee Bucks

Phoenix Suns 95 – 132 Denver Nuggets

Minnesota Timberwolves 102 – 106 Utah Jazz