Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í American Airlines höllinni í Miami sigruðu heimamenn í Heat lið Boston Celtics með 115 stigum gegn 99. Liðsmenn Celtics sáu aldrei til sólar í leik næturinnar, þar sem þeir eltu allan leikinn og voru þegar mest var, heilum 26 stigum undir.

Justise Winslow var atkvæðamestur heimamanna í leiknum með 13 stig, 7 fráköst og 11 stoðsendingar. Fyrir Celtics var það Kyrie Irving sem dróg vagninn með 22 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Boston Celtics 99 – 115 Miami Heat

LA Clippers 100 – 121 Denver Nuggets

Oklahoma City Thunder 147 – 154 San Antonio Spurs

Detroit Pistons 102 – 112 Sacramento Kings